Sláandi ákvörðun FDA um að hafna hugvíkkandi meðferðum með MDMA
Nýverið tilkynnti úrskurðarnefnd Matvæla- og lyfjastofnunnar Bandaríkjanna (FDA) umdeilda ákvörðun sína um að hafna meðferð með MDMA. Þessi ákvörðun kemur þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og aukin áhuga á notkun MDMA til meðferðar á geðrænum áskorunum, sér í lagi áfallastreituröskun. Þessi ákvörðun FDA hefur vakið talsverða athygli og sterk viðbrögð víða um heim, bæði meðal sérfræðinga og almennings.
Hvað er að gerast í málaflokki hugvíkkandi efna á Íslandi?
Síðustu ár hefur umræðan um notkun hugvíkkandi efna tekið stakkaksiptum, bæði hér heima á Íslandi og úti í hinum stóra heimi. Hugvíkkandi efni á borð við psilocybin, LSD, MDMA og ketamín hafa verið rannsökuð við stóra háskóla og rannsóknarstofur í þeim tilgangi að finna út hvort þekking okkar varðandi þessi efni, að þau séu stórhættuleg og nýtist ekki í meðferðarskyni, sé í raun sönn. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á Íslandi en þó er margt spennandi að gerast í málaflokki skaðaminnkunnar, geðheilbrigðis og hugvíkkandi efna.
Hvers vegna notum við hugvíkkandi efni í meðferðarskyni?
Þegar talað er um hugvíkkandi efni í meðferðarskyni, getur það átt við allskonar efni sem teljast hugvíkkandi og í raun allskonar meðferðarúrræði líka. Í víðum skilningi er verið að ræða um ábyrga og skilvirka notkun hugvíkkandi efna í klínísku umhverfi, til þess að vinna úr flóknum geðrænum vanda og í átt að bata.
Hvað er smáskömmtun?
Hugtakið „smáskömmtun” eða „microdosing” hefur náð gríðarlegu flugi síðasta áratuginn en með smáksömmtun er átt við þegar teknir eru inn smáir skammtar af einhverskonar hugvíkkandi efni yfir langt tímabil.
Hvernig virka hugvíkkandi sveppir?
Hugvíkkandi sveppir, stundum kallaðir „ofskynjunnarsveppir” á íslensku og „magic mushrooms” eða „shrooms” á ensku, eru ákveðin tegund sveppa af ættinni Psilocybe eða peðsveppum, sem eiga það allir sameiginlegt að innihalda efnið psilocybin.
Hvernig nýtist MDMA í meðferðarskyni?
Það sem meira er, þeir sjúklingar sem fengu MDMA-meðferðina voru tvöfalt líklegri en aðrir til þess að uppfylla ekki skilyrði fyrir áfallastreitugreiningu að rannsókn lokinni. Það þýðir að MDMA-meðferðin náði ekki aðeins að aðstoða fólk við að halda einkennum sínum í skefjum, eins og hefðbundin þunglyndislyf gera, heldur sýndi fram á varanlegan bata.